top of page

EN | IS

Jóna G. Kolbrúnardóttir sópransöngkona er búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist með BA-gráðu árið 2018 frá Universität für Musik und darstellende Kunst í Vín. Jóna hélt síðan áfram í framhaldsnám við Royal Danish Opera Academy og útskrifaðist með meistaragráðu með láði  árið 2021 undir handleiðslu Helene Gjerris og Susanna Eken.
 

Jóna hefur verið mjög sýnileg í tónlistarlífinu hérlendis síðustu ár. Hún hefur komið fram sem einsöngvari á þónokkrum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Má þá nefna Ungir einleikarar árið 2017, Íslendingasögur - sinfónísk sagnaskemmtun - 100 ára afmælishátíð Íslands árið 2018, Vínartónleikar árið 2020, 4. sinfónía eftir G. Mahler 2021 (aflýst vegna COVID-19), Klassíkin okkar árið 2021 og 2023 og útgáfutónleikar fyrir A Prayer to the Dynamo, þar sem hún flutti Odi et Amo eftir Jóhann Jóhannsson, tónleikunum var streymt í beinni útsendingu á Stage+.
 

Jóna hefur sungið tvö hlutverk við Íslensku óperuna: Grétu í Hans og Grétu eftir E. Humperdinck árið 2018 og Anna í Brothers eftir Daníel Bjarnason árið 2022. Hún söng sitt fyrsta hlutverk við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn árið 2020, þar sem hún fór með hlutverk Papagenu í uppfærslu Barry Kosky á Töfraflautunni eftir W.A. Mozart. 
 

Jóna hefur komið fram á fjölmörgum tónleikaröðum hér á Íslandi. Hún kemur reglulega fram sem einsöngvari með stærstu kórum landsins, síðast í Jóhannesarpassíunni eftir J.S. Bach með Kór Langholtskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.
 

Jóna hefur mikinn áhuga á ljóðasöng og þeim töfrum og innblæstri sem ljóðin færa henni bæði í undirbúningsvinnunni og í tónleikasalnum. Hún hefur haldið fjölda ljóðatónleika er alltaf að vinna að nýju efni í þeirri grein.

Jona G. Kolbrunardottir
IMG_1039.JPG

Umsagnir


Jóna G. Kolbrúnardóttir söng, líkt og hinir söngvarar tónleikanna, sex lög og gerði það vel, hún hefur aðlaðandi sviðsframkomu og er opin og einlæg…Lagið Hjarðmærin eftir Ragnar H. Ragnars við ljóð Steingríms Thorsteinssonar hafði ég aldrei heyrt áður en þar fóru þær Jóna og Guðrún Dalía á kostum og skiluðu pastoral stemmningu lagsins undurfagurt út í salinn.” 

Ár íslenska einsöngslagsins - Heimildin 2023

“Við og við komu undurfagrir kaflar, einkum verður minnisstæður söngurinn við minningarathöfnina um vinina horfnu og vögguvísan sem Anna syngur yfir syni sínum við sígilt enskt barnakvæði gekk manni að hjarta. Jóna söng hana átakanlega vel.”

Silja Aðalsteinsdóttir Brothers 2022

“Kristín og Jóna voru yndisleg systkini, glettin, fjörug og forvitin eins og hamingjusöm börn á öllum tímum og sungu skínandi vel.”

Magnús Lyngdal - Hans og Gréta 2023

Bjartur sópran Jónu G. Kolbrúnardóttur kom líka vel út í “Ich folge dir gleichfalls” og “Zerfliesse mein Herze”. Aríurnar söng Jóna af öryggi og var flutningur hennar mhjög músíkalskur. 

Magnús Lyngdal - Jóhannesarpassían 2024

_DSC0318.jpg

Kammeróperan

 

Jóna er einn af stofnendum Kammeróperunnar (kammeroperan.is) sem er nýstofnað óperufélag á Íslandi með það að markmiði að auka framboð á smærri óperuuppfærslum hérlendis. Hún er einnig hluti af Kammerkvartettinum sem hefur nú þegar komið mikið fram í tónlistarlífinu á Íslandi.

Í uppfærlsum Kammeróperunnar hefur Jóna sungið hlutverk Despinu í Così fan tutte eftir W.A. Mozart og Grétu í Hans og Grétu eftir E. Humperdinck. Í febrúar og mars 2025 mun hún fara með hlutverk Susönnu í Brúðkaupi Fígarós eftir W.A. Mozart í Borgarleikhúinu í uppsetningu Kammeróperunnar.  

 

Styrkir 

Jóna hefur hlotið Rótarý styrkinn bæði í Reykjavík og Vín,

Vilhjálmur-Vilhjálmsson-styrkinn og Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur-styrkinn. Hún var einn af sigurvegurum í Ungir einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2017 og verðlaunahafi á internationalen Sächsische Sängerakademie í Torgau.

bottom of page